<$BlogRSDURL$>

Thursday, May 13, 2004

Jæja jæja jæja...49 dagar þar til sjálf HÁTÍÐIN hefst en ekki nema 43 þar til ég fer út...held ég...my head isn't functioning prop'ly these days...I may have to start drinking coffee in the morning or something. Ég var að fatta að við Gullý verðum sjálfsagt fastar á campsvæðinu frá sunnudegi fram á miðvikudag, því allt fólkið sem verður þarna eru aular sem kaupa styttri miðann...næstum allir anyway...við verðum einhversstaðar frá tuttugu og uppúr, so far eru þessir komnir:
Ég
Gullý
Jakob
Krissi
Helgi
Reynar (no, it's not a typo, that's his name)
Heiða
Tinna
Aðalheiður
Kalli
Haddi
Sigrún
Kristín
Anna
María
Kolbrún
Eggert
Hilmar
Stjáni (tekur voða lítið pláss samt, maður verður varla var við hann)

kannske Kristján og hellingur af liði með honum
Ásta
Sabba
Lizzy

Sunday, April 18, 2004

Ah...mér var bent á það að ég væri smá á eftir....það eru ekki nema 74 dagar 0g 32 mínútur til upphafs hátíðarinnar þegar þetta er ritað...og ég er ekki búin að obsessast neitt smá. Ég keypti mér æðislega ferðatösku, carlton. Þetta er svona íþróttataska á hjólum og ALLT DÓTIÐ MITT (sjá að neðan, undir "farangurslistar") kemst í hana...even my battered old sleeping bag! Þá á ég bara eftir að redda mér tjaldi og þá er ég all set. Æ, já...kannske peningum líka...annars þarf ég að fá yfirdrátt til að kaupa miða á deep purple, fyrst ég næ að sjá þá áður en ég fer út. Djöfulli eigum við Gullý eftir að vera ógeðslega ónýtar í fluginu...nývaknaðar eftir sirka þriggja tíma svefn, nema svefni verði alveg sleppt...búnar að djamma með öldungunum í bandinu alla nóttina...it'll be glorious! Ah...og svo förum við í þessi sæti...mér finnst það svolítið sniðugt með þessi sæti sko...ég meina við fórum í svona í fyrra og sátum þarna í þrjá tíma á meðan þau hristust og læti...svo var manni bara skipað út og þá var maður í allt öðru landi. Við könnuðumst ekkert við okkur, en fundum eitthvað risastórt tjaldsvæði og hentum upp tjaldinu sem við vorum með í vasanum af einskærri heppni. Við blésum upp svefnpokana sem voru alveg óvart inní tjöldunum...svo reyndist þessi staður vera alveg ómögulegur, fullt af dópistum og fyllibyttum og háværri tónlist...og svo var lest sem gekk þarna um allan daginn á hálftíma fresti...og lyktin! Don't get me started. Svo loksins eftir rúmar tvær vikur af þessu helvíti máttum við setjast aftur í þessi sæti, hristumst í aðra 3 tíma, og þá allt í einu vorum við í fokking keflavík. It's like magic. Þetta geri ég sko aldrei aftur ;p

Tuesday, April 06, 2004

ONLY EIGHTY MORE DAYS AND I'LL BE IN DENMARK!

SMSbloggfærslu sendi ms. wicked
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Tuesday, March 30, 2004

Hér er annar texti eftir meistara Kris:

If you waste your time a-talking to the people who don’t listen
To the things that you are saying who do you think’s going to hear?
And if you should die explaining how the things that they complain about
Are things they could be changing, who d’you think’s goin’ to care?

There were other lonely singers in a world turned deaf and blind who
Were crucified for what they tried to show,
And their voices have been scattered by the swirling winds of time,
’cause the truth remains that no-one wants to know!

[voice: well, the old man was a stranger, but I’d heard his song before;
Back when failure had me locked out on the wrong side of the door; when
No-one stood behind me but my shadow on the floor and lonesome was more
Than a state of mind. you see, the devil haunts a hungry man; if you
Don’t want to join him you’ve got to beat him. I ain’t sayin’ I beat the
Devil, but I drank his beer for nothing, and then I stole his song!]

And you still can hear me singing to the people who don’t listen
To the things that I am saying, praying someone’s going to hear;
And I guess I’ll die explaining how the things that they complain about
Are things they could be changing, hoping someone’s goin’ to care.

I was born a lonely singer and I’m bound to die the same
But I’ve got to feed the hunger in my soul;
And if I never have a nickel I won’t ever die of shame
’cause I don’t believe that no-one wants to know!
Áttatíu og fimm dagar í brottför...reyndar frekar mikið böggað fatta að deep purple eru að spila hérna um kvöldið daginn sem við förum...en ég næ þó allavegana að sjá kris kristofferson...í tilefni af endurkomu hans birti ég hérna texta eftir hann...


Kris Kristofferson - The Law is for Protection of The People


Billy Dalton staggered on the sidewalk
Someone said he stumbled and he fell
Six squad cars came screaming to the rescue
Hauled old Billy Dalton off to jail

’Cause the law is for protection of the people
Rules are rules and any fool can see
We don’t need no drunks like Billy Dalton
Scarin’ decent folks like you and me, no siree

Charlie Watson wandered like a stranger
Showing he had no means of support
Police man took one look at his pants cuffs
Hustled Charlie Watson off to court.

’Cause the law is for protection of the people
Rules are rules and any fool can see
We don’t need no bums like Charlie Watson
Scarin’ decent folks like you and me, no siree.

Homer Lee Hunnicut was nothing but a hippie
Walking through this world without a care
Then one day, six strapping brave policeman
Held down Homer Lee and cut his hair

’Cause the law is for protection of the people
Rules are rules and any fool can see
We don’t need no hairy headed hippies
Scarin’ decent folks like you and me, no siree

So thank your lucky stars you’ve got protection
Walk the line, and never mind the cost
And don’t wonder who them lawmen was protecting
When they nailed the savior to the cross.

’Cause the law is for protection of the people
Rules are rules and any fool can see
We don’t need no riddle speaking prophets
Scarin’ decent folks like you and me, no siree.

TIPS:

*Hafðu kælibrúsa með ísvatni við hendina að morgni...

*Hafðu alltaf klósettpappír í bakpokanum...just in case...

*Biddu fólkið í næstu tjöldum aðhafa auga með þínu campi og öfugt...

*Grafðu holu í jörðina, klæddu hana að innan með plasti...þá ertu kominn með kaldan stað fyrir mat og öl...

*Stingdu neðri stöngunum af canopy djúpt í jörðina, teipaðu svo þá efri við, þannig að þær skarist...tjaldið er aðeins lægra, en mun stöðugra...


ROSKILDE ER...

...að geta opnað bjórflösku með hverju sem er...

...að parketleggja með bjórtöppum...

...að þurfa að halda tjaldinu saman með teipi...

...að geta keypt kassa af bjór á fimmtánhundruðkall...

...að vera ekkert búinn að borða allan daginn og fá sér svo spínatbollu með kylling og bacon...

...að geta drukkið tuborg guld í morgunmat án þess að vera stimplaður alki...

...að geta keypt bjór og mat...fyrir rusl...

...að kaupa ferska ávexti í morgunsárið...

...að drekka bjór í kassavís án nokkurrar þynnku...

...að troða sér inn í lest með hálfri danmörku...

...að standa úti klukkan tólf á miðnætti og horfa á bíómynd...

...að geta farið í kalda sturtu ókeypis...eða horft á aðra í kaldri sturtu...ókeypis...

...að fara á klósettið og heyra fólk syngja 'yellow submarine'...og syngja með...

...að troðast að bjórbásnum við orange stage fimm mínútum fyrir lokun...

...að komast aftur út úr þvögunni með fullan bjór og óskemmdar tær...

...að fá sér vondan mat af því að það eru "bara" tíu í röðinni...

...að ná fyrstur að ísvagninum í 30 stiga hita...

...að fylgjast með tjöldum grannanna...

...að eyða peningum í tréstól sem hrynur í sundur um leið og þú sest á hann...

...að ganga í sandölum og vera alveg sama hvað lendir milli tánna á þér...

...að hlaupa frá metropol til arena til að ná byrjuninni á næsta bandi...

...að finna lykt (ekki eins og lilja) heldur"...is that what I think that is?"...

...að vera einn í campinu og stela restinni af bjórnum...

...að fatta að þú átt enn átta bjóra eftir...

...að missa af síðustu rútunni og hitta svía sem eru til í að deila taxa...

...að týna vinum sínum...og eignast nýja...

...að pissa upp við grindverk...þó þú sért stelpa...

...að vakna nógu snemma til að sleppa við röðina á kamrana...

...að gera fólk brjálað með endalausum sögum...KAKKALAKKAR...

...að fatta á leiðinni heim að þú gleymdir buxunum þínum...

...að sjá eldana á mánudagsmorgni...

...að komast að því að puff daddy cancellaði...

...að fatta að þú nærð að sjá allar bestu sveitirnar án þess að sleppa neinu...

...að vera búinn að plana í ár...og nenna svo ekki að fara eftir því...

...að sitja á hovedbane með öl og havsalt snakk eins og róni...

...að eyða klukkutíma í að leita að hraðbanka...

...að villast í strætó og enda einhversstaðar lengst úti í rassgati...

...að láta hífa sig 63 metra beint upp í loftið og detta svo niður...

...að sitja á ráðhústorginu og gefa einfættri önd kjúkling...

...að sofna skjálfandi af kulda og vakna svo í svitakófi...

...að bíða allan daginn eftir því að viftan fari í gang...eða að við förum að snúast um vindmylluna...

Tuesday, March 16, 2004

ÝMISLEGT:

Stórt handklæði [ ]
(Til að þurrka þér, eða halda geðheilsu á heitum dögum (add water) þegar sólir brennir á þér axlirnar og þú fattar að einhver drakk aloe vera gelið)

Tannbursti, Tannkrem, Munnskol [ ]
(Ef þú vilt ekki lykta eins og mygluð rotta hafi skriðið upp í þig til að deyja)

Sjampó, Hárnæring [ ]
(Til að þvo þér um hausinn, duh!)

Ilmvatn/Rakspíri [ ]
(Til að fela mestu lyktina dagana sem þú nennir ekki í sturtu)

Greiða/Hárbursti [ ]
(Pretty self-explanatory)

Gel, Vax, Sprey [ ]
(Til að halda hárinu í skorðum)

Sólarvörn, Aftersun [ ]
(Til að þú sért í ástandi til að hafa tuttugu kílóa bakpoka á herðunum í lestinni...I've been there...not so nice með brunnar axlir)

Verkjatöflur [ ]
(Þó þynnka sé mjög ólíkleg, er þetta mjög sniðugur aukahlutur , til dæmis síðasta daginn þegar starfsmenn á powertrippi reka þig óguðlega snemma á lappir og reka þig upp í lest fulla af sveittum, ótannburstuðum festivalgestum)

Plástrar [ ]
(Eins og þér takist að tjalda án þess að slasa þig?)

Smokkar [ ]
(Nema þú sért lesbía, par eða stundir ekki kynlíf yfir höfuð, og ef þú ert í seinni tveimur hópunum, BEAT IT, DEADBEAT!)

Öryggisnælur [ ]
(Til að halda fötunum þínum saman...einfaldara en nál og tvinni)

Nál, Tvinni, Tölur [ ]
(Ef þú ert einhverskonar fullkomnunarsinni og öryggisnælur eru ekki nógu góðar fyrir þig)

Upptakari [ ]
(Þó þú getir auðvitað opnað bjór með t.d. kveikjara eða naflanum á næsta manni)

Aukapinnar [ ]
(unless you have piercings, never mind. Það er ferlega svekkjandi að þurfa að borga fyrir endur götun bara af því að þú gleymdir svona fundamental atriði)

Rakvél [ ]
("Tekuru rakvjel meððér í safari?" JÁ!)

Ferðaútvarp [ ]
(Til að fylgjast með festivalradio, FM 93,0)

Varasalvi [ ]
(Duh!)

Myndavél [ ]
(For those precious memories...og til að taka mynd af þeim sem þú reiðst síðast ...mundu að skrifa nafnið aftan á ef þú manst það...)

Hengilás [ ]
(einhverjir vilja halda því fram að þetta fæli þjófa frá...það er allavegana staðreynd að það er aðeins meira áberandi að skera upp tjald en að opna það bara...)

Frisbee/Hackysack [ ]
(For good wholesome stoned fun)

Plastpokar [ ]
(Undir rusl og óhreina tauið, lest it stink up your clean clothes)

Kælibox [ ]
(Til að halda matnum þínum óskemmdum. Nema þú sért algjör Hjalti, in which case you keep your food safely tucked away in your tent, where it will definitely go bad)

Regnhlíf [ ]
(Í Danörku er nefnilega oftast logn þegar rignir...tengist því eitthvað hvað allt er rosalega flatt þar)


FERÐIR OG GISTING:

Tjald [ ]
(mjög hentugt, en ekki nauðsynlegt, ef þú ert nógu hot til að komast upp með óboðaðar næturheimsóknir til ókunnugra)

Svefnpoki [ ]
(see above)

Farangursgeymsla [ ]
(ef þú ert gáfað snobb og átt nóga peninga, mæli ég með bakpoka sem einnig er hægt að draga á hjólum. Mjög þægilegt við bjórinnkaup)

Koddaver [ ]
(ef þú ert eins og ég og vilt sofa með eitthvað mjúkt undir hausnum, taktu þá með þér rennt koddaver til að troða fötum í á nóttunni)

Lítill bakpoki [ ]
(Sniðugur fyrir stuttar ferðir, til að geyma bjór og ýmislegt smálegt í. Vasar eru ekki kúl ef þú ert með kippu af bjór)

Kort af Köben [ ]
(Bara sniðugt upp á að rata...öll húsin eru nákvæmlega fokking eins þarna. "Ö, var hótelið ekki svona rautt múrsteinshús?"

Tjalddýna [ ]
(OK, þú þykist voða töff, en fá bök þola stanslausa legu á harðri jörð í tvær vikur. Sérstaklega erfitt ef þú ert að spá í að hözla...)

Tjaldlampi [ ]
(Af því að það er bjart á daginn...en á nóttunni...well, duh...og ef einhver fær flís eða gyllinæð er auðveldara að sjá ef þú hefur eitt af þessum undratækjum...)

Ducktape [ ]
(Algjört möst! Tjaldið þitt-sama þó þú sért skáti-á eftir að þurfa auka festingar...fullt fólk heldur oft að það sé sniðugt að styðja sig við tjöld...en fattar ekki að útilegutjöld hanga oftast saan á tvennu; viljanum og TEIPI!)

Canopy [ ]
(Canopy eru stóru hvítu útitjöldin sem allir eru með...sjá tips um uppsetningu ofar)

Fellistóll [ ]
(Þetta er algjörlega nauðsynlegt...það er frábært að sitja undir canopy á hlýju hróakvöldi með bjór í stólvasanum og hlusta á norðmennina í næsta tjaldi rífast um hassið)

Hjólavagn [ ]
(Svona plastdrasl á hjólum, se hægt er að leggja saan. Essential til að flytja bjórkassa frá bjórsölutjaldinu til djammstaðar. NOTE: Ekki fleiri en tvo kassa á hvern vagn, PLEASE! Ég get ekki talið öll þau skipti sem við heyrðum einhvern segja (á mismunandi tungumálum auðvitað) "Hey, við koum alveg einum í viðbót ofan á!" *KRASSBROTHLJÓÐKRASS* "FOOOOOKKKK" )Hérna er farangurslistinn minn. Eins og með öll ferðalög er galdurinn að pakka létt, en hafa samt með sér allt sem þú gætir mögulega þurft á að halda. Þessvegna finnst mér best að tína til allt sem ég þarf og vil hafa með, og gleyma hlutanum um að pakka létt.

FÖT:

Buxur [ ]
(a.m.k. 2, einar gallabuxur og einar taubuxur t.d.)

Bolir [ ]
(stutterma eða ermalusir, og ca. 2 síðerma bolir eru möst)

Hlý peysa [ ]
(ein hlý peysa, lopapeysa er auðvitað mjög þjóðrækið. Það verður frekar svalt á kvöldin)

Sokkar [ ]
(fer eftir því hversu oft þú vilt skipta, en mitt lágmark er eitt par á dag, því stundum þarf maður að skipta tvisvar , say in case of rain)

Nærföt [ ]
(again, hversu oft viltu skipta? ein brók á dag er um það bil rétt, því maður nennir sjaldan að bíða eftir sturtu, but you can always get lucky)

Regnföt [ ]
(Poncho er hægt að kaupa á svæðinu, en ef þú vilt frekar burðast með 66 gráður norður sjóstakk er það þitt mál)

Pils [ ]
(Ekki bara fyrir stelpur)

Kjóll [ ]
(eiginlega bara fyrir stelpur)

Sandalar [ ]
(Það er mjög þægilegt að sandalast bara allan tímann, meira að segja rigningin er hlý, en passaðu þig í kring um klósettin)

Strigaskór [ ]
(Ef þú ert að troðast upp að bjórbás rétt fyrir lokun mæli ég með stáltá)

Flíssokkar [ ]
(Til að halda hita á tánum á nóttunni)
Ekki nema eitthundrað dagar þangað til við Gullý förum út.... á morgun verður þetta komið niður í tveggja stafa tölu! PAnic...why haven't I planned more? Why don't I have a tent? Why haven't I bought a backpack yet? Why don't I have any money? I'll have to collect bottles to be able to afford necessities (like beer and pot...oh...and mybe food or something)!
Ef þú ert í svipuðum sporum og ég, langar á Hróa (ef þig langar ekki...you should) en ert ekki búinn að plana, byrjaðu þá núna!
Ég set alltaf saman bók (venjuleg stílabók dugar, en ég nota yfirleitt harðspjaldabók), um hátíðina, í henni eru nytsamlegar ábendingar, áhugaverðir staðir, kostnaðaráætlun, listi yfir hljómsveitirnar á hátíðinni, farangurslistar (föt, ferðadót, smáhlutir), og dagbók þar sem ég skrifa niður tillögur að dagskrá sem enginn fer eftir. Þetta er samt mjög hentugt. Ég hef eina opnu undir hvern dag, eina síðu fyrir planið og hina fyrir "what really happened" sem ég skrifa inn um leið og það gerist (þegar ég er ekki of full eða freðin til að muna það, anyway). Þegar ég kem heim lími ég síðan inn allskonar smádót sem mér hefur áskotnast úti, í 2003 bókinni er t.a.m. bæklingur frá dýragarðinum, dópbæklingur (reyndar anti-dópbæklingur, en...), lestarmiðar, copenhagen card, póstkort, sýningarskrá frá louis tussaud's, og margt fleira gagnlegt.
Hljóma ég geðveik? If caring this much about a music festival is a crime...I'm guilty as charged!

Friday, February 27, 2004

N�na er komid i ljos ad Basement Jaxx og Dropkick Murphys verda a Hr�a...�g hef heyrt minnst a ta, og eg held ad dm séu bara nokk k�l

SMSbloggfærslu sendi ms. wicked
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

GSMblogg prufa
This is a test message
áðéíóúþæö
ÁÐÉÍÓÚÞÆÖ

Tuesday, February 17, 2004

Hróasögur 2003...

*Við lentum aftur í Campi með manneskju með ofurnæmt lyktarskyn, í þetta skipti var það Lilja sem kvartaði incessantly um ólykt.Reyndar munaði minnstu að Lilja kæmist alls ekki á Hróa, Gullý týndi nefnilega veskinu sínu...með miðanum hennar Lilju í honum. Úps. Veskinu var skilað, með öllum peningum og öllu í, þar á meðal miðanum sem þó hefði verið hægt að selja á 30.000 kall. Sko, Hróafólk er upp til hópa heiðarlegt.

* Sólin var svakaleg þetta árið, ég held að næstum allir hafi brunnið , allavegana var ég skaðbrennd á öxlunum og fór örugglega úr margföldu skinninu þegar ég kom heim...sexy...þetta var líka sérlega þægilegt þegar ég þurfti að setja 25 kílóa bakpoka á þessar skaðbrunnu axlir og rogast með hann klukkutímunum saman...

*Við ákváðum að fara að heimsækja frænku hennar Gullýar, en sú á heima í Hvidovre. Ekkert mál, við áttum að taka strætó númer eitt, nógu andskoti auðvelt að muna það...nema hvað, bílstjórinn kunni ENGIN tungumál, gataði miðann okkar allt of oft, og sagði okkur SVO að við værum í vitlausum vagni. Við fórum út og ákváðum að splæsa í taxa. Nema sá fyrsti rataði ekkert um svæðið, keyrði bara í burtu þegar við sýndum honum heimilisfangið. Næsti virkaði betur ogkom okkur á réttan stað, þar sem frænkan kom okkur í skilning um það að við værum hálfvitar, því ef við hefðum tekið LEST númer eitt, hefðum við komist til hennar skakkfallalaust og mun ódýrar...

*Við þurftum að taka pening út úr hraðbanka til að geta keypt okkur pizzu á einum af þessum litlu kebab-pizzastöðum, en það eru ekki nema átta hraðbankar á stór-kaupmannahafnarsvæðinu, og þegar við loksins fundum einn þeirra stóð maður við hann. Hann var með svartar neglur, svartar tennur og skegg. Það sem hann gerði, nákvæmlega, var þetta;
hann tók veski upp úr rassvasanum,
opnaði það,
tók upp kortið,
setti það í hraðbankann,
stimplaði inn leyninúmer,
sló inn upphæð,
tók kvittunina,
skoðaði hana,
krumpaði hana saman og henti henni á götuna,
tók kortið,
setti það snyrtilega í veskið,
tók peningana,
setti þá í veskið, og setti veskið í vasann.
Þetta er venjulega það sem fólk gerir við hraðbanka. EINU SINNI:
Hann endurtók þetta sirka fimmhundruð sinnum, á meðan löng biðröð myndaðist fyrir aftan hann. Loksins kom einhver dani og sagði honum að flýta sér, annars myndi hann ligegledja hann...
Hróasögur 2002...oh boy...

*Við eyddum hátt í klukkutíma í að elta Matta (heimsins súrasta gaur) um tjaldsvæðið að leita að "stóru appelsínugulu tjaldi" sem er "hérna einhversstaðar."

*Við ákváðum að fara í smá innkaupa- og skoðunarferð um Kristjaníu. Elli röflaði ALLAN TÍMANN, en restin var í fínu skapi. Við keyptum okkur muffins (magic ones), ég og Gullý fengum okkur eina hvor, en Gróa skellti í sig tveimur (can you hear the ominous music...dammdadadamm). Svo á leiðinni til baka, í lestinni, sat Gróa eins og í leiðslu með poka af ógeðslegu beikonsnakki (sem hún ætlaði að henda) og raðaði í sig...mjööög...hææægt...ég var að passa mig að líta eðlilega út (vera ekki með stónerstöru, og muna að blikka) og ákvað að besta leiðin til þess væri að blikka augunum og færa höfuðið í hvert skipti sem ég andaði. En minnið er ekki upp á sitt besta undir áhrifum THC, þannig að ég mundi aldrei hvort ég var búin að gera þetta eða ekki, sem leiddi til þess að ég sat þarna, ofandaði eins og moððerfokker og leit örugglega út eins og ég væri á heví spítti. Svo ákvað Gróa að koksa allsvakalega og fór og stíflaði vaskinn í lestinni, á meðan Elli sat í sínu sæti og tautaði "Hate to say I told you so" aftur og aftur.
Þegar við komum loks á Roskilde station ætlaði Elli að fara að kaupa mat eins og sensible festivalgoer, og ég ákvað að fara með honum (ég er ekkert SVO freðin...right...). Gullý þurfti nefnilega að fara með Gróu upp í tjald að sofa. Svo við Elli röltum okkur í búðina þar sem ég týndi honum til að fara að leita að kósetti til að æla í. Ég fór upp á aðra hæð í byggingunni, þar sem var að mig minnir einhverskonar kaffitería, og mér var vísað á salernið. Þar voru allir básar uppteknir, AF ÓSÝNILEGU FÓLKI (ég kíkti undir hurðarnar) svo ég bað um annað salerni og stúlkan vísaði mér í gegnum dyr sem á stóð "Staff Only" eða eitthvað svoleiðis á dönsku. Þá var þrifið í handlegginn á mér og einhver gömul dönsk kelling sagði “NO GO IN” og henti mér út. Ég ráfaði ein og yfirgefin um stræti Hróarskeldu þar til ég rakst á krá þar sem salernið var í anddyrinu. Ég sat þar inni og ældi, og drakk einhvern ógeðsávaxtadrykk til að geta ælt meira og svo staulaðist ég fram og keypti mér Evian á 250 kall (íslenskar, ekki danskar…held ég) og er það líklega dýrasta vatn sem ég hef greitt með eigin fé fyrr eða síðar. Svo rölti ég upp á lestarstöð í von um að recast á Ella, en hann var enn fastur í þvögu kaupóðra festivalgesta í búðinni, svo ég fór í staðinn að tala vil stelpu sem ég kannaðist mjög lítillega við. Hún segir mér að ég hafi talað um litina, hvað litirnir væru bjartir. Ég man eftir að hafa talað leeengi um það hvernig tíminn líður “þú veist, svona, æ, eins og hann líði ekkert, svo allt í einu líður hann geðveikt hratt…svona *gerir flass hreyfingar með höndunum*, svona eins og maður loki augunum og svo opnar maður þau aftur…ég verð að muna að blikka…” Þessi stelpa heitir Ásta. Ég fann Ella svo aftur…eða hannmig, og ég var dregin FIMMHUNDRUÐMILLJÓN HRINGI um hverfið að leita að réttri strætóstoppistöð. Tveir strætóar á leið á svæðið fóru framhjá okkur þar sem við stóðum og veifuðum og öskruðum, þannig að ég veit að við vorum þarna í að minnsta kosti klukkutíma, því strætó er bara á hálftima fresti. Við fundum loks réttan stað og ég komst eftir langa bið og mörg “Hate to say I told you so” upp í tjald að sofa.

*Eitt kvöldið sá Matti nokkrar pínulitlar bjöllur á saklausri kvöldgöngu um tjaldið okkar. Mattie r mikill dýravinur, skarpgreindur og rólegheitamaður mikill, þannig að eins og hver eðlilegur maður hefði gert, greip hann skóinn minn, öskraði “KAKKALAKKAR!!!” og byrjaði að furiously berja aumingja litlu pöddurnar. Við reyndum auðvitað að stoppa hann, en hans typically locical og rólega svar var “ÞETTA ERU KAKKALAKKAR OG EF VIÐ DREPUM EKKI MÖMMUKAKKALAKKANN STRAX ÞÁ EIGNAST HÚN BÖRN OG ÞAU ÉTA FÖTIN OKKAR. EF ÞIÐ VILJIÐ VAKNA Á MORGUN OG ÞÁ ER BÚIÐ AÐ ÉTA FÖTIN YKKAR ÞÁ MEGIÐI ÞAÐ! KAKKALAKKAR! KAKKALAKKAR!”
Við brugðumst snarlega við þessum glænýju upplýsingum (kakkalakkar eru á stærð við litlafingursnögl, fjölga sér óendanlega yfir nótt og éta föt) með því að hætta að hlusta á Matta og fara að gera eitthvað uppbyggilegt í staðinn, eins og að reykja hass eða hlæja. Eða bæði.

*Matti tók líka upp á fleiri sniðugum hlutum, eins og að bjóða útúrdópuðum norðmönnum í tjaldið að syngja og vera pirrandi. As a direct or indirect result hurfu nokkrir hlutir. Í fyrsta lagi tók einhver annan skóinn hennar Gullýar í misgripum. Í annan stað hurfu buxurnar hennar Gullýar, tyggjóið hennar (heilt karton…í lausu), síminn hennar, peningarnir mínir (sem nota bene voru í veskinu mínu, sem var á bandi um hálsinn á mér), og bongið þeirra Tintin, Sigrúnar og Matta. Matti var úberrólegur yfir þessu öllu. “Þú hefur bara eytt peningunum og gleymt því…ég man að þú keyptir snakk…og þú hefur bara sett símann ofan í tösku og gleymt því…og gefið einhverjum buxurnar þínar og tyggjóið…” en þegar kom í ljós að bongið var horfið…”HVER STAL FOKKING BONGINU!? HVER KOM MEÐ ÞESSA HELVÍTIS GLÆPAMENN Í TJALDIÐ MITT?!”

*Gullý ákvað að ríða einhverjum gaur og skreið í gegnum brenninetlur á leiðinni til baka…always clever…

*Gróa eyddi öllum tímanum í að kvarta yfir lyktinni í tjaldinu sem hún deildi með Ella…og Ella sjálfum…og hann kvartaði á móti yfir “eiturlyfjaneyslu” okkar hinna og muldraði “hate to say I told you so” nokkrum sinnum í viðbót…

Böndin sem búið er að tilkynna so far...


BERMUDA TRIANGLE (N)

BLUE FOUNDATION (DK/JAP/UK)

DAVID BOWIE (UK)

TIM CHRISTENSEN (DK)

TINA DICKOW (DK)

DIEFENBACH (DK)

THE HIVES (S)

I AM KLOOT (UK)

INFUSION (AUS)

KIRA AND THE KINDRED SPIRITS (DK)

KORN (US)

MESHUGGAH (S)

PIXIES (US)

PUPPETMASTAZ (D)

RAISED FIST (S)

RICOCHETS (N)

SAHARA HOTNIGHTS (S)

SANTANA (US)

SCRATCH PERVERTS (UK)

TEITUR (FO)

TIGER TUNES (DK)

UNDER BYEN (DK)

WYNONA (DK)
Þeir sem eru á listanum fyrir Camp Kuntu:
Tinna
Gullý
Ásta
Krissi
Jakob
(Vinir þeirra, þar á meðal sæti tölvugaurinn af Vín sem er hræddur við mig)
Árni
Óli
(Vinir hans Óla)
Lilja Írena
Heiða
(Vinir hennar)


Þeir sem eru EKKI á listanum fyrir Camp Kuntu (In fact we might get a restraining order):

Fólk sem kvartar undan vondri lykt og kallar svæðið "ruslabæinn"
Fólk sem er fýlupúkar
Fólk sem drepur pöddur með skónum mínum
Fólk sem er frá Noregi
Fólk sem ofnotar frasann "Sjáðu til..."
Og fleiri...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?